EFT Tapping
Að losa um tilfinningar sem virðast fastar í líkamanum
Hvað er EFT Tapping ?
Emotional Freedom Technique (EFT), er aðferðarfræði sem er líka oft kölluð tapping. Hún snýst um að ýta létt á ákveðna orkupunkta í líkamanum í ákveðinni röð og í ákveðnum tilgangi. Orkupunktarnir sem ýtt er á, eru tengdir orkubrautum í líkamanum sem tengjast allar heilanum í okkur.
Með því að ýta á þessa ákveðnu orkupunkta geturðu losað um gamlar neikvæðar tilfinningar sem þú upplifir að þú getur ekki losað þig undan. Þú getur losað þig við neikvæðar hugsanir, upprætt ótta og líkamlega verki.
Með því að gera EFT örvast orkubrautirnar sem senda merki til heilans að það sé í lagi að sleppa og slaka á. Þessi aðferðafræði er samblanda af fræðum úr aldagömlum kínverskum nálastungum, jákvæðri sálfræði og taugafræðum.
Hvað er EFT Tapping ?
Emotional Freedom Technique (EFT), er aðferðarfræði sem er líka oft kölluð tapping. Hún snýst um að ýta létt á ákveðna orkupunkta í líkamanum í ákveðinni röð og í ákveðnum tilgangi. Orkupunktarnir sem ýtt er á, eru tengdir orkubrautum í líkamanum sem tengjast allar heilanum í okkur.
Með því að ýta á þessa ákveðnu orkupunkta geturðu losað um gamlar neikvæðar tilfinningar sem þú upplifir að þú getur ekki losað þig undan. Þú getur losað þig við neikvæðar hugsanir, upprætt ótta og líkamlega verki.
Með því að gera EFT örvast orkubrautirnar sem senda merki til heilans að það sé í lagi að sleppa og slaka á. Þessi aðferðafræði er samblanda af fræðum úr aldagömlum kínverskum nálastungum, jákvæðri sálfræði og taugafræðum.
Hverjir eru kostir EFT ?
EFT virkar mjög hratt og strax eftir fyrsta tíma finnur fólk mikinn mun.
EFT hefur reynst vel við:
-
Fíkn
-
Einhverskonar ótta/hræðslu t.d. flughræðslu, lofthræðslu
-
Einhverskonar áráttu
-
Fælni
-
Andlegri vanlíðan
-
Langvarandi líkamlegum verkjum
-
Átröskun eða útlitsdýrkun
-
Reiði
-
Lágu sjálfsmati eða sjálfstrausti
-
Þunglyndi
-
Kvíða
-
Áfallastreituröskun
-
Ótta við að koma fram
-
og fleira

Mynd frá commons.wikimedia.org

Hvernig fer tíminn fram ?
Ég kenni tímana í gegnum netið svo þú getur verið heima í kósýheitum á meðan við förum í þessa vinnu. Komdu þér vel fyrir þar sem þú getur verið án truflunar næstu 90 mín.
Það fyrsta sem við gerum er að gera slökun, bara til að ná athyglinni á réttan stað og undirbúa okkur vel.
Næst segir þú mér frá því hvað það er sem þig langar að breyta hjá þér eða hvað er að angra þig. Við finnum tilfinninguna sem við þurfum að vinna með og búum til setningu sem við notum í EFT. Þú segir mér hvar á skalanum -10 til +10 þú sért varðandi þessa líðan hjá þér.
Síðan byrjum við að gera EFT saman og ég leiði þig í gegnum hvar þú átt að ýta á þinn líkama, (sjá myndir), hverju sinni. Við tökum einn æfingahring áður en við byrjum, til að tryggja að þú finnir þína orkupunkta örugglega.
Þegar við erum búin að fara í gegnum EFT nokkrum sinnum, mælum við aftur hvar þú ert á scalanum og sjáum hvort við förum aftur í gegnum nokkra hringi. Markmiðið er að fá þig til að upplifa mikinn mun til hins betra, frá því sem var þegar tíminn hófst og koma þér yfir í jákvæða tölu.
Til að freista þess að tryggja langvarandi árangur gerum við svokallaða Nine Gammut Treatment í lokin sem felst í því að það er ýtt á Gammut orkupunktinn, gerum æfingar með augunum, teljum upp og niður og hummum lag. Þetta er gert til að "hrista upp í" huganum okkar núna þegar við erum búin að losa okkur við það sem var fast. Með þessum mismunandi æfingum förum við á milli heilahvela sem styður við breytinguna sem við erum að ná fram hverju sinni.
Að lokum förum við saman í gegnum stutta hugleiðslu sem hjálpar okkur að stilla saman hjartað og hugann þinn, svo þau séu meira samstillt. Þegar þau eru samstillt sjáum við allar aðstæður miklu skýrar en annars.