Á þessu námskeiði muntu læra:

-
Af hverju þú finnur fyrir þreytu og innri spennu þrátt fyrir að „allt sé í lagi“ á yfirborðinu
-
Hvers vegna þú ferð sjálfkrafa í mismunandi hlutverk eftir því hvar þú ert og með hverjum
-
Af hverju fyrri sjálfshjálp, samtöl og hugleiðsla hafa ekki skilað varanlegum breytingum
-
Hvernig líkami og taugakerfi halda þér fastri í aðlögun og sjálfsafneitun – án þess að þú takir eftir því
-
Hvernig þú byrjar að hlusta á þína innri rödd aftur, án þess að breyta öllu eða skapa átök
-
Hvað það raunverulega þýðir að „vera þú“ í daglegu lífi – ekki sem hugmynd, heldur sem upplifun
-
Hvernig lítil, mjúk skref geta skapað meiri ró, skýrleika og sjálfsvirðingu
Þegar þú ert alltaf að laga þig að öðrum, hver er þá að hugsa um þig?
Þetta námskeið er fyrir þig ef...
-
Þú ert dugleg, ábyrg og ert að gera allt rétt – en finnur að þú ert orðin þreytt innra með þér
-
Þú upplifir að þú aðlagar þig of oft að öðrum, sérstaklega í nánum samböndum
-
Þú finnur að þú heldur aftur af þér til að forðast árekstra eða óþægindi
-
Lífið þitt er gott „á pappír“ en ert samt ekki í sátt innra með þér
-
Þú þráir að vera meira þú sjálf – án þess að kollvarpa lífinu
-
Þú hefur prófað sjálfshjálp, samtalsmeðferð eða hugleiðslur án þess að finna raunverulegar breytingar
-
Þú ert opin fyrir að skoða sjálfa þig á dýpri og mýkri hátt


Björk Ben lífsins leiðsögumaður
er sjálfshjálparkennari, dáleiðari, hugleiðslukennari og öndunarþjálfari.
Björk hefur einnig lært jákvæða sálfræði, NLP og yoga nidra og nýtir allar þessar heilunaraðferðir við kennslu í námskeiðum sínum.
Hæ,
ég heiti Björk Ben,
Fyrir 10 árum ákvað ég að breyta mínu lífi. Mér fannst ég föst í lífsmynstri þar sem ég setti þarfir annarra en mínar alltaf í forgang. Ég hafði lítinn sem engan tíma fyrir mig og ef ég átti tíma, vissi ég ekki einu sinni hvað ég ætti af mér að gera. Ég var orkulaus og þreytt alla daga og mig langaði að eiga betra líf. Mig langaði að geta hugsað um mig og lifað mína drauma, án þess að vera sjálfselsk eða það bitnaði á mínum nánustu.
Ég lærði að allir eiga einhverja reynslu í sinni fortíð sem hefur mótað viðkomandi. En þessi reynsla sem er oftast neikvæð, er komin til að hjálpa okkur að vaxa og þroskast sem einstaklingar. Að vita og skilja hvað það er sem við eigum að læra af fortíðinni er mjög valdeflandi og frelsandi. Þá getum við nefnilega sleppt tökunum af því og nýtt okur lærdóminn í framtíðinni, til að takast á við lífið á jákvæðan hátt.
Þannig byrjaði leið mín að betra lífi þar sem ég elska sjálfa mig meira og set sjálfa mig í fyrsta sæti eins og aðra.
Síðan þá hef ég hjálpað fjölda fólks að bæta líf sitt á svipaðan hátt.
Ef þú vilt læra hvernig þú getur fundið þinn lærdóm og sleppt tökunum af fortíðinni er þetta námskeið fyrir þig.

Þetta námskeið er ekki fyrir þig ef...
-
Þú ert að leita að skyndilausn eða „5 skrefum að nýju lífi“
-
Þú ert ekki tilbúin að horfast í augu við eigin tilfinningar og innri upplifun
-
Þú vilt breyta öðrum (makanum, vinnunni, aðstæðum) frekar en að byrja á sjálfri þér
-
Þú ert ekki opin fyrir mjúkum breytingum og innri vinnu
-
Þú vilt að einhver annar segi þér hvað sé rétt fyrir þig

Skráðu þig hér!
FRÍTT 3ja DAGA NÁMSKEIÐ 26. til 28.janúar 2026
